Höfuðbein fiska

Saga Svavarsdóttir (ritstjóri), Fannar Þeyr Guðmundsson og Jóhannes Guðbrandsson

Höfuðbein

 

Höfuðbein fiska eru fyrir margt athyglisvert viðfangsefni. Þau eru margfalt fleiri en höfuðbein flestra annarra dýrahópa, s.s. spendýra, og einstaklega breytileg. Þróunin höfuðbeina hjá fiskum stefnir þó í samruna þeirra og þar með fækkun höfuðbeina.

Oft er hægt að fræðast um lífshætti fisks með því einu að skoða höfuðbein hans, s.s. búsvæði (botn eða vatnsbolur) eða fæðuval (ránfiskur eða síari).

 

Myllokunmingia kallast steingert hryggdýr sem fannst í Kína. Þetta hryggdýr er talið vera um 30 milljón árum eldra en það hryggdýr sem áður var talið vera elst. Það er talið líkjast tálknmunna (amphioxus) og var heilalaust en þó með einhverskonar höfuðkúpu úr brjóski. Höfuðkúpa þessa dýrs var því hugsanlega fyrsta höfuðkúpan.

 

Höfuðbeinum fiska er að jafnaði skipt í tvennt; neurcranium (höfuðkúpuna) og branchicranium (tálknbogar og munnholsbein). Á þessari síðu má fræðast um uppruna höfuðkúpunnar ásamt helstu höfuðbeinum fiska.

 

 

 

 

Jóhannes Guðbrandsson

Fannar Þeyr Guðmundsson

Saga Svavarsdóttir (ritstjóri)

Höfundar