fiskalíffræði

Innra eyra fiska

Hálfdán Helgi Helgason, Birna Daníelsdóttir, Þóra Gunnsteinsdóttir.

B.sc. Nemendur við líffræðiskor Háskóla Íslands.

Háskóli Íslands

Forsíða


Fiskar hafa ekki hlust eða ytra eyra með hljóðhimnu til að nema hljóð en það er ekki þar með sagt að þeir heyri ekki. Hljóð er í rauninni ekkert annað en bylgjuhreyfingar frumeinda umhverfisins og heyrn er í rauninni ekki annað en eiginleikinn til að skynja og túlka þetta áreiti. Sú leið sem fiskar hafa farið til að nema hljóðbylgjur er í rauninni ekki svo frábrugðin þeim leiðum sem seinna hafa þróast.

Fiskar nota mörg af þeim skynfærum sem þeir nýta til heyrnar til að skynja annarskonar hreyfingar í umhverfi sínu sem og afstöðu sína gagnvart því, t.d. sundhraða. Því má segja að hlutverk innra eyrans sé í raun tvískipt annars vegar tengist það hljóðskynjun en á hinn bóginn er það að einnig tengt rákakerfinu, jafnvægis- og stöðuskyni fisksins.