Rafskynjun og rafmyndun

Vigdís Sigurðardóttir (ritstjóri), Ellen Magnúsdóttir og Jóhannes Guðbrandsson

Rafskynjun og rafmyndun

Vatn með uppleystum ögnum leiðir rafmagn vel. Í hvert sinn sem vöðvi hreyfist gefur hann frá sér smá rafmagn.  Saman verður þetta til þess að rafmagn er góð samskiptaleið fyrir vatnalífverur. Flestir fiskar sem nýta rafmagn eru í hitabeltinu og hafa sérstök líffæri til að nema rafbylgjur sem hafa þau þróast sjálfstætt í 5 mismunandi hópum; Rajiformes (Rajidae, Torpedinidae), Mormyriformes (Mormyridae, Gymnarchidae), Gymnotiformes (6 fjölskyldur), Siluriformes (Malapteruridae) og Perciformes (Uranoscopidae). Mormyrids og gymnotids eru háðastir rafmagni af þessum tegunum til samskipta innan tegunda.

 

Það er mismunandi hvernig fiskar nýta rafmagn. Skipta má í þrennt hvernig þeir nota það; til að skynja aðra, skynja umhverfið og svo í veiði og vörn.

 

Hér verður fjallað um hvernig fiskar nýta rafmagn, líffærin sem mynda og skynja rafmagn og svo helstu tegundir.